Samlestur sunnudaginn 29. september

Sunnudaginn 29. september klukkan 16:00 verður samlestur í Bæjarleikhúsinu á nokkrum stuttverkum sem eru afrakstur frá Leiklistarskóla BÍL í sumar og samin af LM félögum. Verkin verða sýnd í október í ssamstarfi við Àlafosskaffi. Vonumst til að sjá ykkur sem flest!

 
 

 
Leikgleði 2013

Í sumar hefur verið mikið líf og fjör í Bæjarleikhúsinu. Haldin voru níu mismunandi námskeið auk tveggja auka námskeiða  fyrir börn og unglinga á aldrinum 6-16 ára og jafn margar sýningar með afrakstri námskeiðanna. Þátttakendur námskeiðanna voru á annað hundrað talsins. Í 6-8 ára hópunum var boðið upp á leiklistarnámskeið sem enduðu með stuttri sýningu sem nemendur sjálfir sömdu. Í 9-12 ára hópnum voru haldin spunanámskeið, sirkusnámskeið og leiklistarnámskeið þar sem Galdrakarlinn í Oz var settur upp. Í 13-16 ára hópnum voru haldin söngnámskeið, dansnámskeið, leiklistarnámskeið og sirkusnámskeið. Kennarar sumarsins voru Agnes Wild, Egill Kaktuz Wild, Elísabet Skagfjörð, Eva Björg Harðardóttir og Sigrún Harðardóttir. Við þökkum leikgleði krökkunum okkar fyrir frábært sumar og hlökkum strax til þess næsta!


Hópur 13-16 ára nemenda á söngnámskeiði að lokinni sýningu. Fleiri myndir frá námskeiðunum má sjá á Facebook síðu Leikgleði https://www.facebook.com/leikgledi 

   

 
Leikgleði í sumar

Í sumar verður boðið upp á fjölda Leikgleði námskeiða á vegum leikfélagsins. Allar nánari upplýsingar á www.leikgledi2013.tk. Skráning á Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. .
   

 
Opið hús á sumardaginn fyrsta

24. apríl 2013

Á morgun, sumardaginn fyrsta verður opið hús í Bæjarleikhúsinu kl. 14-16. Gestir og gangandi eru boðnir velkomnir í heimsókn og verður boðið upp á kaffi og vöfflur í tilefni dagsins. Einnig verður hægt að prófa að spreyta sig í hinum ýmsu sirkuslistum, en þeir Egill Kaktuz Wild og Daði Sigursveinn Harðarson munu leiðbeina áhugasömum. Hlökkum til að sjá ykkur!

stylish_sunlitil
 

 
KÁNTRÝ MOS

4. mars 2013

Föstudaginn 8. mars verður sýningin KÁNTRÝ MOS frumsýnd hjá Leikfélagi Mosfellssveitar. Leikstjóri er Þórunn Lárusdóttir og höfundur María Guðmundsdóttir. Um tónlist sér Birgir Haraldsson ásamt hljómsveit.
Miðapantanir í síma 566 7788 og miðaverð 2000 krónur.

Frumsýning föstudaginn 8. mars kl. 20
2. sýning föstudaginn 15. mars kl. 20
3. sýning föstudaginn 5. apríl kl. 20
4. sýning sunnudaginn 7. apríl kl. 20
5. sýning föstudaginn 12. apríl kl. 20
6. sýning sunnudaginn 14. apríl kl. 20


          

 
HAMAGANGUR í helli mínum!

3. nóvember 2012
 
Sunnudaginn 18. nóvember kl. 16 verður leikritið Hamagangur í helli mínum frumsýnt hjá Leikfélagi Mosfellssveitar. Þetta er nýtt íslenskt jólaleikrit fyrir alla fjölskylduna eftir Maríu Guðmundsdóttur. Leikstjórar eru Ólöf Þórðardóttir og Eva Björg Harðardóttir.
Sýningar verða í Bæjarleikhúsinu Mosfellsbæ á sunnudögum kl. 16. Miðaverð er 1500 krónur og miðapantanir í síma 566 7788
Á Facebook síðu leikfélagsins má skoða myndir frá æfingum http://www.facebook.com/?sk=nf#!/leikfelag.mosfellssveitar 
 

 
Jólaævintýri

12. október 2012


Nú eru hafnar æfingar á nýju jólaleikriti fyrir börn sem kallast Hamagangur í helli mínum. Höfundur er María Guðmundsdóttir og leikstjórar Ólöf Þórðardóttir og Eva Björg Harðardóttir. Stefnt er að frumsýningu sunnudaginn 18. nóvember og verða sýningar á sunnudögum í nóvember og desember.   


       

 
Gauragangur í Bæjarleikhúsinu

12. ágúst 2012

Föstudaginn 10. ágúst var söngleikurinn Gauragangur frumsýndur í Bæjarleikhúsinu.  Það eru 13-16 ára nemendur Leikgleði, sumarnámskeiða Leikfélags Mosfellssveitar, sem taka þátt í uppsetningunni ásamt hljómsveit. Kennarar í sumar hafa verið Sigrún Harðardóttir, Agnes Wild, Eva Björg Harðardóttir, Elísabet Skagfjörð og Halldór Sveinsson.

Það má segja Bæjarleikhúsið sé helgað ungu fólki á sumrin. Í sumar hafa yfir 80 krakkar á aldrinum 6-16 ára tekið þátt í Leikgleði námskeiðunum, þar af 30 í 13-16 ára hópnum. Krakkarnir hafa lagt sig alla fram og mega vera stoltir af þessari sýningu, enda mikið hæfileikafólk á ferð bæði í leik, söng og dansi. Í sumar hafa krakkarnir einnig tekið virkan þátt í leikmyndar- og búningagerð, markaðsmálum og leikskrár- og plakatagerð og þannig kynnst fleiri hliðum leikhúslífsins.

Söngleikurinn Gauragangur fjallar um Orm Óðinsson, ungan sjálfskipaðan snilling, fjölskyldu hans og vini. Sagan, sem er eftir Ólaf Hauk Símonarson kom fyrst út árið 1988 en á samt mjög vel við árið 2012. Það sama á við um tónlist hljómsveitarinnar Nýdönsk sem samin var fyrir söngleikinn árið 1994.

Næstu sýningar verða sunnudaginn 19. ágúst kl. 18:00, þriðjudaginn 21. ágúst kl. 19:30, föstudaginn 24. ágúst kl. 19:30 og lokasýning laugardaginn 25. ágúst kl. 16:00. Miðapantanir eru í síma 566 7788 og miðaverð aðeins 1500 krónur.


 

   

 
Aðalfundur

12. maí 2012

Kæru leikfélagar.
Miðvikudaginn 30. maí kl. 20 verður aðalfundur Leikfélags Mosfellssveitar haldinn í Bæjarleikhúsinu. Vonumst til að sjá sem flesta!


        
 
    

 
Leikgleði 2012

10. maí 2012 

Í nógu verður að snúast í Bæjarleikhúsinu í sumar eins og undanfarin sumur. Leikfélag Mosfellssveitar býður upp á Leikgleði, fjölbreytt námskeið fyrir börn á aldrinum 6-16 ára. Námskeiðin hafa notið mikilla vinsælda og er nú þegar að verða uppbókað á nokkur. Á námskeiðunum vinna nemendur með sjálfstraust, framkomu og framsögn, sigrast á feimni og kynnast hinum ýmsu þáttum sem snúast að leikhússtarfi. Í lok hvers námskeiðs er sett upp sýning sem hentar hverjum aldurshópi. Elsti hópurinn (13-16 ára) hefur undanfarin ár sett upp metnaðarfullan söngleik. Í fyrra var söngleikurinn Hársprey settur á svið og voru sýndar átta sýningar fyrir fullu húsi.

Laugardaginn 23. júní opnar leikhúsið dyrnar á gátt og býður gestum að koma og skoða aðstöðuna, spjalla við kennara og eldri nemendur, prófa leiklistarleiki á sviðinu og grilla pylsur. Auk þess geta allir sem hafa einhvern tímann sótt námskeið hjá Leikgleði, eða eru að koma í fyrsta skipti í sumar, komið í myndatöku og skráð sig hjá Leikgleði. Mörg fyrirtæki hafa haft samband við leikfélagið þegar þeim vantar unga leikara í verkefni og því er kominn tími til að safna öllum saman á skrá. Hver veit nema einhver fái hlutverk í stórmynd í kjölfarið.

Allar nánari upplýsingar og skráning á námskeiðin er á www.leikgledi.tk.
     


    
 
 
 

 
<< Fyrsta < Fyrri 1 2 Næsta > Síðasta >>

Síða 1 af 2

Leikfélag Mosfellssveitar - Bæjarleikhúsinu í Mosfellsbæ - Sími: 566 7788 - leikmos@leikmos.is

bannerefst

Hönnun og uppsetning, Hugsa sér ehf