LM á Facebook

24. júlí 2014

Nú hefur verið stofnuð Like-síða á Facebook fyrir leikfélagið sem mun taka sem aðal síða leikfélagsins á Facebook. Slóðin er https://www.facebook.com/leikmos og hvetjum við alla til að fylgjast með leikfélaginu og líka við síðuna.


facebook 
Ronja Ræningjadóttir í haust

6. júní 2014

Um miðjan ágúst munu hefjast æfingar hjá Leikfélagi Mosfellssveitar á söngleiknum Ronja Ræningjadóttir og er stefnt að frumsýningu í lok september. Listrænir stjórnendur sýningarinnar verða þær Agnes Wild, leikstjóri, Sigrún Harðardóttir, tónlistarstjóri og Eva Björg Harðardóttir, búninga og leikmyndarhöfundur.

Mánudaginn 7. júlí næstkomandi kl. 20:30 mun verða haldinn fundur í Bæjarleikhúsinu þar sem verkefnið verður kynnt nánar og eru allir sem áhuga hafa á að taka þátt velkomnir.

Þetta verður mannmörg, metnaðarfull og umsvifamikil sýning og leitum við að leikurum, söngvurum í ræningjaflokk og hljóðfæraleikurum (t.d. gítar, (kontra)bassa, harmonikku, strengi og ýmis þjóðlagahljóðfæri) ásamt ungum og upprennandi leikurum til að leika Birki og Ronju. Auk þess mun þurfa sviðsfólk, markaðsnefnd, smiði, saumafólk og margt fleira.

Miðvikudaginn 9. júlí verða haldnar prufur fyrir hlutverk Ronju og Birkis. Áhugasamir skrái sig á Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.

Við hlökkum til að sjá ykkur sem flest!
Agnes, Eva Björg og Sigrún.

(Ef einhver kemst ekki en hefur áhuga á að vera með má endilega hafa samband á Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. ) 
Líf mitt í kassanum

20. mars 2014

Leikfélag Mosfellssveitar frumsýnir nýtt íslenskt gamanleikrit sem nefnist Líf mitt í kassanum föstudaginn 21. mars klukkan 20:00.
Leikstjóri verksins er Jóel Sæmundsson og höfundur er Hrafnkell Stefánsson, sem meðal annars er handritshöfundur bíómyndanna Kurteist fólk og Borgríki 1 og 2.
Miðapantanir eru í síma 566 7788.
Sýnt verður á föstudögum og sunnudögum til og með 6. apríl n.k. Aðeins verður um þessar 6 sýningar að ræða.


kassi


 
Jólasýning

1. desember 2013

Jólasýning leikfélagsins árið 2013 heitir Jólin hennar ömmu. Höfundur er Agnes Wild og leikstjóri er Jóel Sæmundsson.


jol


 
Samlestur sunnudaginn 29. september

Sunnudaginn 29. september klukkan 16:00 verður samlestur í Bæjarleikhúsinu á nokkrum stuttverkum sem eru afrakstur frá Leiklistarskóla BÍL í sumar og samin af LM félögum. Verkin verða sýnd í október í ssamstarfi við Àlafosskaffi. Vonumst til að sjá ykkur sem flest!

 
 

 
Leikgleði 2013

Í sumar hefur verið mikið líf og fjör í Bæjarleikhúsinu. Haldin voru níu mismunandi námskeið auk tveggja auka námskeiða  fyrir börn og unglinga á aldrinum 6-16 ára og jafn margar sýningar með afrakstri námskeiðanna. Þátttakendur námskeiðanna voru á annað hundrað talsins. Í 6-8 ára hópunum var boðið upp á leiklistarnámskeið sem enduðu með stuttri sýningu sem nemendur sjálfir sömdu. Í 9-12 ára hópnum voru haldin spunanámskeið, sirkusnámskeið og leiklistarnámskeið þar sem Galdrakarlinn í Oz var settur upp. Í 13-16 ára hópnum voru haldin söngnámskeið, dansnámskeið, leiklistarnámskeið og sirkusnámskeið. Kennarar sumarsins voru Agnes Wild, Egill Kaktuz Wild, Elísabet Skagfjörð, Eva Björg Harðardóttir og Sigrún Harðardóttir. Við þökkum leikgleði krökkunum okkar fyrir frábært sumar og hlökkum strax til þess næsta!


Hópur 13-16 ára nemenda á söngnámskeiði að lokinni sýningu. Fleiri myndir frá námskeiðunum má sjá á Facebook síðu Leikgleði https://www.facebook.com/leikgledi 

   

 
Leikgleði í sumar

Í sumar verður boðið upp á fjölda Leikgleði námskeiða á vegum leikfélagsins. Allar nánari upplýsingar á www.leikgledi2013.tk. Skráning á Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. .
   

 
Opið hús á sumardaginn fyrsta

24. apríl 2013

Á morgun, sumardaginn fyrsta verður opið hús í Bæjarleikhúsinu kl. 14-16. Gestir og gangandi eru boðnir velkomnir í heimsókn og verður boðið upp á kaffi og vöfflur í tilefni dagsins. Einnig verður hægt að prófa að spreyta sig í hinum ýmsu sirkuslistum, en þeir Egill Kaktuz Wild og Daði Sigursveinn Harðarson munu leiðbeina áhugasömum. Hlökkum til að sjá ykkur!

stylish_sunlitil
 

 
KÁNTRÝ MOS

4. mars 2013

Föstudaginn 8. mars verður sýningin KÁNTRÝ MOS frumsýnd hjá Leikfélagi Mosfellssveitar. Leikstjóri er Þórunn Lárusdóttir og höfundur María Guðmundsdóttir. Um tónlist sér Birgir Haraldsson ásamt hljómsveit.
Miðapantanir í síma 566 7788 og miðaverð 2000 krónur.

Frumsýning föstudaginn 8. mars kl. 20
2. sýning föstudaginn 15. mars kl. 20
3. sýning föstudaginn 5. apríl kl. 20
4. sýning sunnudaginn 7. apríl kl. 20
5. sýning föstudaginn 12. apríl kl. 20
6. sýning sunnudaginn 14. apríl kl. 20


          

 
HAMAGANGUR í helli mínum!

3. nóvember 2012
 
Sunnudaginn 18. nóvember kl. 16 verður leikritið Hamagangur í helli mínum frumsýnt hjá Leikfélagi Mosfellssveitar. Þetta er nýtt íslenskt jólaleikrit fyrir alla fjölskylduna eftir Maríu Guðmundsdóttur. Leikstjórar eru Ólöf Þórðardóttir og Eva Björg Harðardóttir.
Sýningar verða í Bæjarleikhúsinu Mosfellsbæ á sunnudögum kl. 16. Miðaverð er 1500 krónur og miðapantanir í síma 566 7788
Á Facebook síðu leikfélagsins má skoða myndir frá æfingum http://www.facebook.com/?sk=nf#!/leikfelag.mosfellssveitar 
 

 
<< Fyrsta < Fyrri 1 2 3 Næsta > Síðasta >>

Síða 1 af 3

Leikfélag Mosfellssveitar - Bæjarleikhúsinu í Mosfellsbæ - Sími: 566 7788 - leikmos@leikmos.is

bannerefst

Hönnun og uppsetning, Hugsa sér ehf